Tindur "lopapeysa"
Tindur "lopapeysa"
Tindur er prjónuð ofan frá og niður. Klassískt lopapeysu munstur nær yfir allt berustykkið. Sniðið á peysunni er frekar laust. Þegar valin er stærð til þess að prjóna, þá er best að mæla einstaklinginn sem á að prjóna á, áður en stærð er valin. Veljið stærð eftir uppgefinni yfirvídd, yfirvíddin sem er gefin upp er víddin á sjálfri peysunni en ekki á einstaklingnum.
Stærðir: XS, (S), M, (L), XL, (XXL), XXXL.
Ummál: 92, (96), 101, (108), 115, (120), 125 cm.
Prjónfesta: 17/10 cm á prjóna númer 5.
Prjónar: Sokkaprjónar 4,5 mm. og 5 mm., stuttur hringprjónn (40 cm) 4,5 mm og 5 mm. og langur hringprjónn (60 cm) bæði 4,5 mm og 5 mm.
Garn: Úlfur frá Kind knitting eða Filcolana Peruvian.
Garnmagn: 500, (550), 600, (650), 700, (750), 800, (800) gr.
Í peysunni eru 4 litir gefnir upp, en auðvitað er hægt að hafa hana í 2 eða 3 eða 4 litum eftir smekk. En ef þið veljið 4 liti, þá er þetta magnið sem þið þurfið af hverjum lit.
Aðallitur: 300, (350), 400, (450), 500, (550), 600, (650)
Litur A: 100, (100), 100, (100), 100, (100), 100, (100)
Litur B: 50, (50), 50, (50), 50, (50), 50, (50)
Litur C: 50, (50), 50, (50), 50, (50), 50, (50)