Hver er Sunna María?

Ég heiti Sunna María Jónasdóttir, ég hef prjónað alveg frá því að ég man eftir mér. Ef ég ætti að giska hvenær ég byrjaði, þá væri það um það bil 6 eða 7 ára. Mamma mín og amma mín kenndu mér handtökin. Það er skemmtilegt að segja frá því, að ég geri brugðnu lykkjurnar öðruvísi en flestir Íslendingar, þar sem amma mín er dönsk þá lærði ég að gera brugðnar eins og hún gerir þær. Mér þykir mjög vænt um það og langar alls ekki að breyta því. 

Ég hef alltaf verið dugleg við að prjóna en átti alltaf erfitt með að fara eftir uppskriftum, einfaldlega vegna þess að ég hafði aðrar hugmyndir um hvernig best væri að hafa flíkina. Ég hef prufuprjónað talsvert og geri enn einstöku sinnum, það er mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. 

Árið 2021 ákvað ég að nú væri kominn tími til að ég færi sjálf að skrifa uppskriftir og leyfa þannig öðrum að njóta góðs af minni vinnu. Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt að vinna við útfærslu á uppskriftum í öllum stærðum og gerðum.

 

 

 

Featured collection