Tildra lokuð barnapeysa vol. 2
Tildra lokuð barnapeysa vol. 2
Tildra er prjónuð ofan frá og niður. Peysan er lokuð og heilmunstruð. Mismunandi prjónfesta er á stærðum, það er til þess að stökkið á milli stærða sé ekki jafn stórt. Þessi uppskrift er uppfærsla af Lokuðu Tildru þar sem munstrið breytist örlítið frá fyrri peysu, til þess að munstrið liggi betur. Mér finnst 1. útgáfa líka flott, því ákvað ég að hafa þær báðar í sölu og fólk getur valið hvora útgáfuna það vill :)
Stærðir: 6–12mánaða, (1–2ára), 2–3ára, (4–5ára), 6ára, (8–10ára), 12ára.
Ummál: 59, (63), 70, (75), 82, (88), 94 cm.
Prjónfesta: 17/10 á 4/4,5/5 mm. og 16/10 á 4.5/5/5.5 mm prjóna
Prjónar: Sokkaprjónar 4, 4.5, 5 og 5.5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4, 4.5, 5 og 5,5 mm og 5.5 mm. Langur hringprjónn (80 cm) 4, 4.5, 5 og 5.5 mm.
Garn: Merino Kindknitting eða Dale Merino 22 með fylgiþræði Holst Titicaca eða Kaos organic Soft Merino.
Garnmagn: Kind Merino eða Merino 22: 100, (150), 200, (250), 250, (300), 350 g.
Holst Titicaca eða Filcolana Alva: 50, (100), 100, (100), 125, (125), 150 g.
Kaos: 150, (150), 200, (250), 300, (350), 400 g.