Tíbrá ungbarnapeysa
Tíbrá ungbarnapeysa
Peysan Tíbrá er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er prjónuð fram og til baka, slétt á réttu og brugðið á röngu. Munsturbekkur nær yfir berustykkið en annars er hún prjónuð með garðaprjóni alls staðar (sléttar umferðir á réttu og röngu) alls staðar.
Yfirvíddin sem gefin er upp í uppskriftinni er yfirvídd peysunnar. Varðandi prjónfestuna, þá er mjög skynsamlegt að prófa garnið sem maður ákveður að nota í flíkina í litla prufu og sjáhvort prjónfestan passi. Stundum þarf að stækka eða minnka prjónana til þess að ná réttri festu og fá þá stærð sem maður vill fá fyrir flíkina. Hægt er að velja um hvort maður vill hafa peysuna hliðarhneppta eða miðjuhneppta. Þá ákvörðun þarf maður ekki að taka fyrr en kemur að því að skipta upp í ermar og bol.
Stærðir: 0 – 3 mánaða, (3 – 6 mánaða), 6 – 9 mánaða, (9 – 12 mánaða), 12 – 18 mánaða
Yfirvídd: 47, (50), 53, (56), 62 cm.
Prjónfesta: 28/10 á 3 mm. prjóna.
Prjónar: Sokkaprjónar 2.5 mm og 3 mm, langur hringprjónn (60 cm) 2.5 mm og 3 mm.
Garntillögur: Lang Merino 200, Kremke Merry Merino 220 eða Lana Gatto Mini Soft.
Garnmagn: 100, (150), 200, (200), 250 g.