Svanur herrapeysa
Svanur herrapeysa
Peysan Svanur er prjónuð að ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Munsturbekkur nær yfir berustykkið en annars er hún prjónuð slétt alls staðar
nema stroffin. Sniðið á peysunni á að vera laust en ekki í yfirstærð.
Stærðir: xsmall, (small), medium, (large), xlarge, (2xlarge), 3xlarge, (4xlarge), 5xlarge.
Ummál: 97, (104), 109, (117), 122, (125), 135, (145), 155 cm
Prjónfesta: 16/10 cm á prjóna númer 6.
Prjónar: Sokkaprjónar 5 mm og 6 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 5 mm og 6 mm, langur hringprjónn (80 cm) bæði 5 mm og 6 mm.
Garn: Kaos chunky higland wool, Kremke Merry merino 70 eða Filcolana Peruvian Highland Wool. Ef valið er Kremke, þarf að bæta við ca 3 dokkum, þar sem færri metrar eru á hverri dokku.
Garnmagn: 500, (550), 600, (650), 650, (700), 700, (750), 750 g.