Svanhvít fullorðins
Svanhvít fullorðins
Fullorðinspeysan Svanhvít er prjónuð ofan frá og niður. Það er munstur á berustykkinu, það er mjög gaman að nota til dæmis sprengt handlitað garn í munstrinu, það gefur peysunni sérstakan karakter.
Stærðir: xsmall, (small), medium, (large), xlarge, (xxlarge) xxxlarge, (xxxxlarge)
Ummál: 97, (103), 111, (116), 122, (127), 133, (140) cm.
Prjónfesta: 18/10 cm á prjóna númer 5,5.
Prjónar: Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4.5 mm og 5 mm, langur hringprjónn (80 cm) bæði 4.5 mm og 5 mm.
Garn: Aðallitur: Filcolana Peruvian highland wool eða Úlfur frá Kindknitting. Munsturlitur: Handlitað frá Garn í Gangi.
Garnmagn: Litur A: 450, (500), 550, (600), 600, (650), 700, (700) g. Litur B: 50, (50), 50, (100), 100, (100), 100, (100) g.