Svanhvít barnapeysa
Svanhvít barnapeysa
Svanhvít er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Hálsmálið er tvöfalt og best er að prjóna það niður strax, ef maður prjónar niður hálsmálið, þá helst betur teygja í því frekar en að sauma það niður eftir á, en það ætti samt alveg að sleppa. Peysan er með tvíbanda munstri á berustykkinu, en annars prjónuð slétt.
Stærðir: 6–12mánaða,(1-2ára),2–3ára,(3–4ára), 4–5ára,(6ára),8ára,(10 ára), 12 – 14 ára.
Ummál:59, (63), 67, (70), 73, (75), 80, (84), 89 cm.
Prjónfesta: 22/10 cm á prjóna númer 4.
Prjónar: Sokkaprjónar 3,5 mm og 4 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 3,5 mm og 4 mm. Langur hringprjónn (60 cm) 3,5 mm og 4 mm.
Garn: Litur A: Dale merino 22, Lang Merino 120 eða kind merino. Litur B: Dottir Dyeworks DK garn.
Garnmagn: Litur A: 200, (200), 250, (250), 300, (350), 400, (400), 450g.
Litur B: 50 gr í öllum stærðum.