Sóley fullorðins peysa
Sóley fullorðins peysa
Couldn't load pickup availability
Peysan Sóley er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Tvíbanda munstur er á allri peysunni. Sniðið á peysunni á að vera laust en ekki í mikilli yfirstærð. Blómin eru tiltölulega einföld í framkvæmd og sama má segja um annað munstur í peysunni.
Stærðir: Xs, (Small), Medium, (Large), XL, (2XL), 3XL, (4XL).
Yfirvídd: 93, (103), 112, (121), 130, (140), 149, (159) cm.
Prjónfesta: 15/10 á 6 mm. prjóna
Prjónar: Stuttur hringprjónn (40 cm) 5 mm og 6 mm. Langur hringprjónn (60/80 cm) 5 mm og 6 mm.
Garntillögur: Ístex Plötulopi + Garn í gangi Mohair eða Pascuali Alpaca Fino + Pascuali Alpaca Lace eða Knitting for Olive Merino + Systrabönd Burstuð Alpakka
Garnmagn Í: Ístex Plötulopi: 200, (300), 300, (300), 300, (400), 400, (400) g
aðallit: GÍG Mohair og burstuð Alpakka: 100, (100), 100, (100), 100, (150), 150, (150) g
Pascuali Alpaca Fino: 350, (350), 400, (400), 450, (450), 500, (500) g
Pascuali Alpaca Lace: 100, (100), 100, (100), 150, (150), 150, (150) g
Knitting for Olive Merino: 200, (200), 200, (250), 250, (300), 300. (300) g
Garnmagn Í munsturlit: Í Plötulopa og Mohair er það 1 plata og 50 gr af mohair í hvorn lit. Í Pascuali blöndunni er það um það bil 150 - 200 g af Fino og 50 g af Lace
Share
