Lúna fullorðins peysa
Lúna fullorðins peysa
Couldn't load pickup availability
Þessi peysa er hálfgerður óður til allra snillinganna sem handlita garn á Íslandi, þess vegna getið þið notað handlitaðan þráð frá þeim öllum í hana, rendurnar bjóða upp á það. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er með munstur röndum, en alltaf bara prjónuð með 1 lit í einu, í munstur röndunum þá er skipt um lit og bara notaður fingering grófleiki en ekki mohair með. Sniðið á peysunni á að vera laust en ekki í yfirstærð. Þegar valin er stærð til þess að prjóna, þá er best að velja stærð eftir að búið er að mæla sjálfan sig eða þann sem prjónað er á og velja stærð út frá þeim málum.
Stærðir: XSmall, (Small), Medium, (Large), XL, (2XL), 3XL, (4XL), 5XL.
Yfirvídd: 99, (106), (112), 119, (125), 133, (145), 156, (167) cm
Prjónfesta:18/10 á 5 mm. prjóna
Prjónar:Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4.5 mm og 5 mm. Langur hringprjónn (60/80 cm) 4.5 mm og 5 mm.
Garntillögur: Dottir Dyeworks fingering + Ito Mohair, Systrabönd Handlitun Fingering + Ito Mohair, Garnbúð Eddu Fínerí + Ito mohair eða BC garn Shetland + Isager Mohair
Garn í rendur: Handlitaður Fingering þráður. Um það bil 100 gr í allar stærðir
Garnmagn: Systrabönd, Dottir og Fínerí: 200, (200), 200, (300), 300, (300), 400, (400), 400 g
Bc Garn Shetland wool: 150, (150), 200, (200), 200, (250), 250, (250), 300 g
Mohair: 100, (125), 125, (125), 150, (150), 150, (150), 175 g
Share



