Skip to product information
1 of 4

Lúna fullorðins peysa

Lúna fullorðins peysa

Regular price 1.100 ISK
Regular price Sale price 1.100 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Þessi peysa er hálfgerður óður til allra snillinganna sem handlita garn á Íslandi, þess vegna getið þið notað handlitaðan þráð frá þeim öllum í hana, rendurnar bjóða upp á það. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er með munstur röndum, en alltaf bara prjónuð með 1 lit í einu, í munstur röndunum þá er skipt um lit og bara notaður fingering grófleiki en ekki mohair með. Sniðið á peysunni á að vera laust en ekki í yfirstærð. Þegar valin er stærð til þess að prjóna, þá er best að velja stærð eftir að búið er að mæla sjálfan sig eða þann sem prjónað er á og velja stærð út frá þeim málum.

Stærðir: XSmall, (Small), Medium, (Large), XL, (2XL), 3XL, (4XL), 5XL.
Yfirvídd: 99, (106), (112), 119, (125), 133, (145), 156, (167)  cm
Prjónfesta:18/10 á 5 mm. prjóna

Prjónar:Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4.5 mm og 5 mm. Langur hringprjónn (60/80 cm) 4.5 mm og 5 mm. 

Garntillögur: Dottir Dyeworks fingering + Ito Mohair, Systrabönd Handlitun Fingering + Ito Mohair, Garnbúð Eddu Fínerí + Ito mohair eða BC garn Shetland + Isager Mohair

Garn í rendur: Handlitaður Fingering þráður. Um það bil 100 gr í allar stærðir

Garnmagn: Systrabönd, Dottir og Fínerí: 200, (200), 200, (300), 300, (300), 400, (400), 400 g  

 Bc Garn Shetland wool: 150, (150), 200, (200), 200, (250), 250, (250), 300 g

Mohair: 100, (125), 125, (125), 150, (150), 150, (150), 175 g

View full details