Litlu Jólin Jólahúfan
Litlu Jólin Jólahúfan
Couldn't load pickup availability
Sniðið á húfunni er má segja hefðbundið húfusnið. Byrjað er að fitja upp á stroffinu á húfunni, það er prjónað þar til réttri lengd er náð og prjónað saman, næst er húfunni snúið við og hún prjónuð slétt að úrtökunni, þannig verður þrefalt lag yfir eyrunum. Góð teygja er í húfunni og gott að hafa það í huga þegar stærð er valin. Prjónfestan sem gefin er upp er22/10 á 4 mm, stundum þarf að stækka eða minnka prjóna til að ná réttri prjónfestu og það er gott að hafa það i í huga þegar prjónar eru valdir fyrir verkefnið. Lengdir á húfunni eru bara viðmið, þannig er lítið mál að stytta hana eða lengja. Stroffið á húfunni á að vera frekar þétt prjónað, markmiðið mitt var að búa til þétta húfu sem ekki blæs í gegnum og þolir vindinn.
Stærðir: 1 – 3 ára, (3 – 6 ára), 6 – 10 ára
Yfirvídd: Passar höfuðmáli ca. 47 – 50 cm, (51 – 53 cm) 53 cm og stærra.
Prjónfesta: 22/10 á 4 mm. prjóna
Prjónar: Sokkaprjónar 3.5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 3.5 mm.
Garntillögur: Lang Merino 120, Pascuali Samaya eða Dóttir Dyeworks DK Deluxe
Garnmagn: 100, (100), 150 g
Share
