Létt Tildra fyrir börn
Létt Tildra fyrir börn
Couldn't load pickup availability
Létt Tildra er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Bolurinn er munstraður á berustykki en annars sléttur. Bolurinn er heill og prjónaður í hring. Í byrjun er fitjað upp á 3 mm prjón, svo er stækkað upp í 3.5 mm þegar munstur byrjar og að lokum í 4 mm í síðustu munsturumferðunum, restin er svo prjónuð á 4 mm prjón. Ef þið veljið annað garn en það sem er gefið upp, passið að velja eitthvað sem er frekar létt. Bolurinn er með prjónfestu 22/10 á 4 mm í sléttu prjóni, Það er til þess að flíkin verði léttari og örlítið lausprjónaðari.
Stærðir: 6 – 12 mán, (1 – 2 ára), 2 – 3 ára, (3 – 4 ára), 4 – 5 ára, (6 ára), 8 ára, (10 – 12 ára).
Yfirvídd: 60, (64), 66, (70), 74, (77), 81, (85) cm.
Prjónfesta: 22/10 á 4 mm. prjóna í sléttu prjóni
Prjónar: Sokkaprjónar 3.5 mm og 4 mm, Stuttur hringprjónn 3 mm, 3.5 mm og 4 mm, langur hringprjónn 3.5 mm og 4 mm.
Garntillögur: BC garn Bio Balance + Pascuali Alpaca Lace, Garnbúð Eddu Fínerí + Garnbúð Eddu Merino Silki Fisbandupp eða Wool Addicts Pride.
Garnmagn: Bio balance: 100, (100), 100, (100), 100, (150), 150, (150) g
Pascuali Alpaca Lace: 50, (50), 50, (100), 100, (100), 100, (100) g
Garnbud Eddu Fínerí: 100, (100), 100, (100), 200, (200), 200, (200)g
Garnbud Eddu Fisband: 100, (100), 100, (100), 100, (100), 100, (100)g
Share




