Jólahátíð fullorðins
Jólahátíð fullorðins
Couldn't load pickup availability
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Tvíbanda munstur er á berustykkinuen annars er hún prjónuð slétt alls staðar nema stroffin.
Munstrið í jólatrjánum er mjög einfalt og skemmtilegt, það getur verið gaman að prjóna glit/pallíettuþráð með munsturlitnum. Einnig er hægt að skreyta jólatrén eftir á ef manni langar það :)
Stærðir: XXs, (Xs), Small, (Medium), Large, (XL), 2XL, (3XL), 4XL, (5XL).
Yfirvídd: 92, (98), 105, (111), 117, (122), 129, (139), 150, (160) cm.
Prjónfesta: 18/10 á 5 mm. prjóna
Prjónar: Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4.5 mm og 5 mm. Langur hringprjónn (60/80 cm) 4.5 mm og 5 mm.
Garntillögur: Hex Hex dyeworks DK, Dottir Dyeworks DK, Systrabönd Handlitun DK, Kelbourne Woolens Scout eða Knitting for Olive Merino (tvöfalt).
Garnmagn: Handlitað DK: 300, (400), 400, (500), 500, (500), 600, (600), 700, (700) g
Kelbourne woolens Scout: 300, (400), 400, (500), 500, (500), 600, (600), 700, (700) g
Knitting For Olive Merino (tvöfalt): 350, (400), 400, (450), 450, (500), 500, (600), 600, (650) g
Munsturlitir: Undir 50 gr í hverjum lit.
Share



