Skip to product information
1 of 9

Hefti með 11 dúkkufata uppskriftum

Hefti með 11 dúkkufata uppskriftum

Regular price 2.800 ISK
Regular price Sale price 2.800 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Stærðir: Ein stærð sem passar fyrir Baby Born dúkku
Prjónfesta: 22/10 á 4 mm. prjóna og 27-28/10 á 3 mm í pilsinu.

Prjónar: Sokkaprjónar 2.5, 3, 3.5 mm og 4 mm

Garntillögur: Lang Merino 120, Kremke Merry merino 140 eða annað garn með sambærilega prjónfestu sem er 21 – 22/10 á 4 mm prjón

Í þessu dúkkufata hefti, er að finna 11 uppskriftir á dúkkur. Stærðirnar miðast við Baby born dúkkur sem er meðalstærð á dúkku. Það er hins vegar lítið mál að taka hálfu númeri minni prjón eða stærri eftir atvikum til þess að stækka eða minnka stærðir. Prjónfestan er sú sama í öllum uppskriftunum nema í Biðukollu pilsinu, þá eru notaðir fínni prjónar. Uppgefið garn er Lang Merino 120 eða Kremke Merry merino 140. Hins vegar er hægt að nota hvaða garn sem er og dásamlegt ef hægt er að nýta afgangana, af til dæmis Sandnes Duo, Sandnes Merino, Sandnes Smart, Sandnes Double Sunday, Dale Lerke, Dale Merino 22, Drops Merino Extra Fine, Drops Merino Cotton og margt margt fleira.

 Þessar uppskriftir éta upp afgangana og auðvelt að aðlaga garnið að prjónfestunni, ef þið eigið mikið af afgöngum af fínum þráðum, þá er hægt að nota þá tvöfalt eða skella með fylgiþræði. 

Í allar uppskriftirnar er garnmagnið innan við 50 g, fyrir utan í gallanum og kjólnum, þá þarf um það bil 60 – 80 g af garni.

1 kjóll

1 heilgalli

1 buxur

1 pils

2 peysur, ein opin og ein lokuð

3 húfur

sokkar

vettlingar

View full details