Skip to product information
1 of 6

Tildra chunky opin

Tildra chunky opin

Regular price 1.100 ISK
Regular price Sale price 1.100 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Tildra er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er heilmunstruð. Peysan er opin og er prjónuð fram og til baka og hnappalistar um leið. Af því stökkið á milli stærða getur verið ansi langt, þá stemmir munstrið í sumum stærðum og öðrum ekki, það er að segja að í nokkrum stærðum þá eru 3 lykkjur undir handvegi sem eru prjónaðar sem slétt og brugðið en ekki í munstrinu. Þær stærðir sem munstrið gengur upp í eru S, L/XL, 3XL og 5XL. Það er líka hægt að stækka stærðir á annan hátt, eins og með því að fara upp á 9 mm prjóna og ná prjónfestunni 11/10 og þá eruð þið komin upp um 1 stærð. Í uppskriftinni er þó miðað við að allar stærðir séu prjónaðar á 8 mm prjóna. Peysan er skemmtilega fljótprjónuð vegna þess hversu gróf hún er :)

Stærðir: Xsmall, (Small), Medium, (Large/XLarge), 2XL, (3XL), 4XL, (5XL)
Yfirvídd: 98, (107), 115, (123), 132, (140), 148, (157) cm.
Prjónfesta: 12/10 á 8 mm. prjóna

Prjónar: Sokkaprjónar 7 mm og 8 mm, langur hringprjónn 6 mm, 7 mm og 8 mm.  

Garntillögur: Dottir Dyeworks Worsted Highland og Holst Tides eða tvöfaldur þráður BC Shetland wool og Isager alpaca 2

Garnmagn: Dottir Dyeworks Worsted Highland: 300, (300), 400, (400), 400, (500), 500, (500) g

Holst Tides: 150, (150), 150, (150), 150, (200), 200, (200) g 

BC Shetland: 250, (300), 300, (350), 350, (400), 400, (450) g

Isager Alpaca 2: 150, (150), 150, (150), 200, (200), 200, (200) g

View full details