Blásól fullorðins bolur/peysa
Blásól fullorðins bolur/peysa
Couldn't load pickup availability
Blásól er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Hægt er að velja um að hafa bara berustykkið munstrað, eða alveg heilmunstraða flík, einnig er hægt að velja um ermalengd, hvort þetta á að vera bolur eða peysa. Í byrjun þarf að ákveða hvernig stroff maður vill hafa í bolnum, það er í boði venjulegt slétt og brugðið og garðaprjónsstroff. Í hálsmálinu getur maður haft slétt og brugðið eða bara gert sléttar lykkjur og haft það þá tvöfalt.
Stærðir: Small, (Medium), Large, (Xlarge), 2XLarge, (3Xlarge), 4XLarge.
Yfirvídd: 95, (104), 113, (122), 131, (141), 151 cm.
Prjónfesta: 17/10 á 5 mm. prjóna í sléttu prjóni
Prjónar: Sokkaprjónar/stuttur hringprjónn 4, 4.5 mm og 5 mm, langur hringprjónn 5 mm og 4.5 mm.
Garntillögur: BC garn Bio Balance + Isager trio 1, Tvöfalt Knitting for Olive Cotton Merino, uppgefið garn er fyrir stutterma útgáfuna. Dottir Dyeworks Fingering + BC garn Jaipur Silki
Garnmagn: Bio balance: 150, (200), 200, (200), 250, (250), 250, (300) g
Isager Trio 1: 100, (100), 100, (150), 150, (150), 200, (200) g
Tvöfalt KFO Cotton Merino: 300, (350), 350, (400), 400, (400), 450 g
Dottir Dyeworks Fingering: 200, (200), 200, (200), 300, (300), 300, (300) g
Jaipur Silki: 100, (150), 150, (150), 200, (200), 200 g
Share

