Biðukolla kjóll
Biðukolla kjóll
Couldn't load pickup availability
Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður. Fyrsta skrefið við að prjóna kjólinn, er að prjóna snúruna í hálsmálinu. Kjóllinn er prjónaður fram og til baka á meðan klaufin í hálsmálinu er að myndast. Síðan er berustykkið tengt saman og prjónað í hring eftir það. Mismunandi prjónfesta er á stærðum, það er til þess að stökkið á milli stærða sé ekki jafn stórt. Þannig eru stærðir 3 – 6 mánaða, 1 - 2 ára, 4 ára og 8 ára með prjónfestuna 25/10 á 3 mm prjóna, stærðir 6 – 12 mánaða, 2 - 3 ára, 6 ára og 10 ára með prjónfestu 23/10 á 3.5 mm prjóna.
Stærðir: 3 – 6 mán, (6 – 12 m.), 1 – 2 ára, (2 – 3 ára), 4 ára, (6 ára), 8 ára, (10 ára)
Yfirvídd: 48, (52), 56, (61), 64, (70), 72, (78) cm.
Prjónfesta: 25/10 á 3 mm. prjóna og 23/10 á 3.5 mm prjóna.
Prjónar: Sokkaprjónar 3, 3.5 og 4 mm, stuttur og langur hringprjónn 3, 3.5 og 4 mm.
Garntillögur: Systrabönd Silki, Pascuali Pinta og Dottir Dyeworks fingering
Garnmagn: 100, (100), 200, (200), 200, (300), 300, (300) g
Share





