Tildra kjóll
Tildra kjóll
Kjóllinn sem ber nafnið Tildra er prjónaður ofan frá og niður. Berustykkið er prjónað fram og tilbaka á meðan klaufin er að myndast, sem er aftan á bakinu. Kjóllinn býður upp á marga möguleika, það er hægt að hafa hann heilmynstraðan, bara munstur að ofan og slétt pils, bara munstrað pils og sléttur efri hluti eða bara munstur á ermum.
Stærðir: 3 - 6 mánaða, (6 - 12 mánaða), 1 - 2 ára, (2 - 3 ára), 4 ára, (6 ára, (8 ára).
Ummál: 48 (50), 56, (59), 64, (67), 72 cm.
Prjónfesta: 25/10 cm á 3 mm prjóna, 24/10 á 3.5 mm prjóna og 22/10 á 3.5 mm.
Prjónar: Sokkaprjónar 2.5 mm, 3 mm og 3.5 mm, hringprjónn (60 cm), 2,5 mm, 3 mm og 3.5 mm.
Garn: Filcolana Merci, Kaos Organic Soft Merino eða Dale lille Lerke (í stærstu stærðina)
Garnmagn: 150, (150), 200, (200), 250, (300), 450 g