Svanur opin barnapeysa
Svanur opin barnapeysa
Peysan Svanur er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er prjónuð fram og til baka, slétt á réttu og brugðið á röngu. Munsturbekkur nær yfir berustykkið en annars er hún prjónuð slétt alls staðar nema stroffin. Sniðið á peysunni á að vera frekar laust. Þegar valin er stærð til þess að prjóna, þá er best að velja stærð eftir að búið er að mæla barnið og velja stærð út frá þeim málum.
Stærðir: 6–12mánaða,(1–2ára),2–3ára,(3–4ára),4–5ára,(6ára),8ára, (10 ára), 12 ára.
Ummál: 60, (64), 67, (69), 72, (74), 78, (83), 86 cm.
Prjónfesta: 22/10 cm á prjóna númer 4.
Prjónar: Sokkaprjónar 3,5 mm og 4 mm, langur hringprjónn (60 - 80 cm) bæði 3,5 mm og 4mm.
Garn: Dale Merino 22, Dale Lerke eða Lang merino 120
Garnmagn: 200, (250), 250, (300), 300, (350), 400, (450), 450 gr.