Jólaálfurinn barnapeysa
Jólaálfurinn barnapeysa
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er með munstri á berustykkinu, en annars prjónuð slétt. Það er hækkun aftan á hálsmáli. Peysan er tiltölulega fljótprjónuð og ætti að vera á flestra færi.
Stærðir: 1 – 2 ára, (3 ára), 4 ára, (5 ára), 6 ára, (8 ára), 10 ára, (12-14 ára).
Yfirvídd: 65, (69), 73, (77), 81, (85), 87, (91) cm.
Prjónfesta: 18/10 á 5 mm. prjóna
Prjónar: Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4.5 mm og 5 mm.
Langur hringprjónn (60/80 cm) 4.5 mm og 5 mm.
Garntillögur: Filcolana Peruvian Highland wool, Kremke Merry Merino 110 eða Lana Gatto Nuovo Irlandia
Garnmagn: Aðallitur: 200, (200), 250, (250), 300, (350), 400, (450) g (það eru færri metrar á Nuovo Irlandia og því þarf meira magn af því).
Munsturlitur: 20 - 30 gr af öllum munsturlitum.