Jökla barnapeysa
Jökla barnapeysa
Jökla er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er öll prjónuð slétt, nema á stroffum. Þegar valin er stærð til þess að prjóna, þá er best að velja stærð eftir að búið er að mæla barnið sem prjónað er á og velja stærð út frá þeim málum. Ermalengd og bollengd getur verið mjög mismunandi á milli barna.
Jökla barnapeysan er einstaklega einföld og þægileg til að prjóna, hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur :)
Stærðir: 6 – 12 mánaða, (1 – 2 ára), 2 – 3 ára, (3 – 4 ára), 4 – 5 ára, (6 ára), 8 ára, (10 – 12 ára)
Yfirvídd: 58, (62), 67, (72), 75, (78), 82, (86) cm.
Prjónfesta: 22/10 á 4 mm. prjóna.
Prjónar: Sokkaprjónar 3.5 mm og 4 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 3.5 mm og 4 mm. Langur hringprjónn (60 cm) 3.5 mm 4 mm.
Garntillögur: Kelbourne Woolens Scout, Systrabönd handlitun DK, Lang Merino 120 eða Dottir Dyeworks DK deluxe.
Garnmagn: Scout: 200, (200), 200, (300), 300, (300), 300, 400 g
Systrabönd Handlitun DK: 200, (200), 300, (300), 300, (300), 400, (400) g
Lang Merino 120: 200, (250), 250, (300), 300, (400), 400, (450) g
Dottir Dyeworks Dk deluxe: 200, (200), 200, (300), 300, (300), 300, (400) g