Freyja opin peysa
Freyja opin peysa
Couldn't load pickup availability
Freyja er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er prjónuð fram og til baka, slétt á réttu og brugðið á röngu. Það eru kaðlar niður ermarnar annars er hún prjónuð slétt á réttunni. Hnappalistinn er prjónaður eftir á með tvöföldu prjóni. Sniðið á peysunni á að vera frekar laust.
Stærðir: Xsmall, (Small), Medium, (Large), XL, (2XL), 3XL, (4XL).
Yfirvídd: 99, (105), 111, (117), 123, (130), 140, (150) cm.
Prjónfesta: 18/10 á 5 mm. prjóna
Prjónar: Sokkaprjónar 4.5 mm og 5 mm, langir hringprjónar 4.5 mm og 5 mm.
Garntillögur: Knitting for Olive Heavy Merino, Kelbourne Woolens Scout eða Systrabönd Fingering + ITO Mohair þráður.
Garnmagn: KFO Heavy Merino: 400, (450), 450, (500), 550, (550), 600, (650) g.
Scout: 400, (400), 400, (500), 500, (600), 600, (600) g
Systrabönd: 200, (300), 300, (300), 300, (400), 400, (400) g
ITO mohair: 80, (100), 100, (100), 100, (120), 120, (120) g
Share



