Drangar herrapeysa
Drangar herrapeysa
Peysan Drangar er prjónuð ofan frá og niður. Stroffið í hálsmálinu er prjónað nokkuð langt og lagt svo saman og prjónað saman (eða saumað saman eftir á). Þannig er peysan prjónuð fram og tilbaka þar til að opið fyrir rennilásinn er orðið nógu langt og þá er tengt í hring. Saumaður er í hálsmálið rennilás eftir á. Sniðið á peysunni á að vera laust en ekki í yfirstærð.
Stærðir: xsmall, (small), medium, (large), xlarge, (xxlarge) xxxlarge, (xxxxlarge)
Ummál: 96, (102), 107, (114), 119, (125), 132, (137) cm.
Prjónfesta: 17/10 cm á prjóna númer 5,5.
Prjónar: Sokkaprjónar 4 mm og 5 mm, stuttur hringprjónn (40 cm) 4 mm og 5 mm, langur hringprjónn (80 cm) bæði 4 mm og 5 mm.
Garn: Úlfur frá Kindknitting, Filcolana Peruvian Highland Wool eða Ístex Léttlopi
Garnmagn: 450, (500), 500, (550), 600, (650), 700 g.