Tildra chunky opin
Tildra chunky opin
Tildra er prjónuð ofan frá og niður, sem þýðir að byrjað er að fitja upp á hálsmáli. Peysan er heilmunstruð. Peysan er opin og er prjónuð fram og til baka og hnappalistar um leið. Af því stökkið á milli stærða getur verið ansi langt, þá stemmir munstrið í sumum stærðum og öðrum ekki, það er að segja að í nokkrum stærðum þá eru 3 lykkjur undir handvegi sem eru prjónaðar sem slétt og brugðið en ekki í munstrinu. Þær stærðir sem munstrið gengur upp í eru S, L/XL, 3XL og 5XL. Það er líka hægt að stækka stærðir á annan hátt, eins og með því að fara upp á 9 mm prjóna og ná prjónfestunni 11/10 og þá eruð þið komin upp um 1 stærð. Í uppskriftinni er þó miðað við að allar stærðir séu prjónaðar á 8 mm prjóna. Peysan er skemmtilega fljótprjónuð vegna þess hversu gróf hún er :)
Stærðir: Xsmall, (Small), Medium, (Large/XLarge), 2XL, (3XL), 4XL, (5XL)
Yfirvídd: 98, (107), 115, (123), 132, (140), 148, (157) cm.
Prjónfesta: 12/10 á 8 mm. prjóna
Prjónar: Sokkaprjónar 7 mm og 8 mm, langur hringprjónn 6 mm, 7 mm og 8 mm.
Garntillögur: Dottir Dyeworks Worsted Highland og Holst Tides eða tvöfaldur þráður BC Shetland wool og Isager alpaca 2
Garnmagn: Dottir Dyeworks Worsted Highland: 300, (300), 400, (400), 400, (500), 500, (500) g
Holst Tides: 150, (150), 150, (150), 150, (200), 200, (200) g
BC Shetland: 250, (300), 300, (350), 350, (400), 400, (450) g
Isager Alpaca 2: 150, (150), 150, (150), 200, (200), 200, (200) g