Bella Sjal
Bella Sjal
Sjalið er prjónað frá enda út að enda. Útaukningar og úrtökur eru með jöfnu bili, á réttunni. Uppskriftin er þannig uppbyggð að prjónfestan er ekki mikilvæg, ef fínna garn er valið þá verður sjalið bara fíngerðara en ef grófara garn er valið þá verður það grófara, lagið heldur sér alltaf. Þannig getur maður valið hversu gróft/fínt það á að vera.
Einnig getur maður líka stjórnað laginu á sjalinu, miðju kaflann er hægt að lengja með því að hætta auka út og þá kemur bara jafn breiður kafli.
Það er jafnvel hægt að gera hálsklút úr því, ef maður velur garn sem er fyrir ca 3 mm prjóna, eins og „fingering“ garn
Stærðir: 1 stærð
Prjónfesta: Fer bara eftir garninu sem þið ákveðið að nota
Prjónar: Prjónar sem henta garninu sem er valið, ef garnið er gefið upp fyrir 4 mm, þá myndi ég nota prjón sem er 0,5 – 1 mm breiðari.
Garntillögur: Dottir Dyeworks DK Silki/Merino, Systrabönd handlitun DK garn eða Kelbourne woolens Scout.
Garnmagn: Ca 200g (fer eftir því hversu stórt það á að vera)